Skip to main content

Ég á lítinn skrítinn skugga

Kauptu Lífið er núna húfuna

Kaupa húfu

Berðu Lífið er núna húfuna fyrir okkur!

Kaupa húfu

Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum...

Við eigum öll okkar skugga sem mótar leið okkar, hvort sem við höfum greinst með krabbamein, einhver okkur nákominn eða vegna annarra áfalla sem orðið hafa á lífsleiðinni. Stundum er skugginn stór, stundum verður hann að daufum útlínum og stundum hverfur hann alveg undir skósólana. En skugginn er alltaf til staðar. Hann er þögull ferðafélagi og partur af lífi okkar allra.

Um 70 ungir einstaklingar á aldrinum 18-40 ára greinast á ári hverju og hefur það bæði áhrif á þau greindu sem og fjölskyldu og ástvini þeirra. Kraftur styður við bakið á þeim með þinni hjálp.

Kraftur getur veitt þér stuðning

Sýndu kraft í verki með því að bera LÍFIÐ ER NÚNA húfuna

Hönnun húfanna er innblásin af verkum Tótu Van Helzing sem var félagsmaður í Krafti, en hún var stórkostlegur prjónahönnuður og listamaður. Hún er þekktust fyrir peysurnar sínar sem liggja á mörkum tísku, handverks og listar þar sem blandað er saman mismunandi áferðum í prjóni og garntegundum.

Húfan er fáanleg í tveimur útgáfum, appelsínugul með fallegu prjónamynstri og svört með hvítu munstri.

Húfurnar eru úr 50% ull og 50% endurunnu nylon.

Húfurnar fást á vef Krafts og á skrifstofu félagsins Skógarhlíð 8.

Einnig er hægt að kaupa þær í völdum verslunum Krónunnar, völdum verslunum Hagkaupa og völdum verslunum Rammagerðarinnar og í afgreiðslu Krabbameinsfélagsins.

Ég á lítinn skrítinn skugga...

Uppboð á Tótu Van Helzing húfum

Einstök Tóta Van Helzing uppboðshúfa prjónuð af Sveinhildi Vilhjálmsdóttur, móðir Tótu Van Helzing.

Húfan er prjónuð úr garni sem var í eigu Tótu Van Helzing og sækir innblástur í hennar einkennandi stíl þar sem mismunandi garni og prjóni er blandað saman til að skapa flíkur sem eiga sér enga hliðstæðu.

Allur ágóði af uppboðshúfunni rennur óskiptur til Krafts og þeirra mikilvæga starfs.

Uppboðið stendur til 12. febrúar nk.

Bjóða í húfu

Lífið er núna skartgripalína

Lífið er núna skartgripalína Krafts er veglegt og tímalaust skart hannað í samstarfi við Veru Design.

Boðskapurinn LÍFIÐ ER NÚNA á öllum stundum lífsins. Skartið er því tilvalið fyrir hvers kyns tilefni og hentar fyrir öll kyn og allan aldur. Tímalaus hönnun sem minnir fólk á að fagna augnablikinu og njóta lífsins

Hægt er að velja rhodium húðað silfur eða í silfri með 18kt. gyllingu. Allar vörur í línunni eru framleiddar úr 925 sterling silfri.

Skartið fæst í vefverslun Krafts, í vefverslun Veru Design og á flestum af útsölustöðum þeirra.

Kaupa skart

Viltu hjálpa okkur að hjálpa öðrum?

Vertu Kraftsvinur

Styrkja mánaðarlega

Styrkja Kraft

Stakt framlag

Deildu boðskapnum

– Taktu endilega mynd af þér og þínum með húfuna og taggaðu Kraft og/eða Lífið er núna. Þú getur sagt t.d. frá fyrir hvern þú berð húfuna eða hvaða þýðingu Lífið er núna hefur fyrir þig. Þú getur líka notað „Stickers“ með alls konar skemmtilegu efni frá okkur sem þú finnur undir kraftur inn á Instagram ( við erum krafturcancer ).

Tölulegar upplýsingar

70

70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju með krabbamein.

130

Að meðaltali nýta sér 130 félagsmenn þjónustu Krafts í hverjum mánuði.

50

Um 50 manns að meðaltali þiggja að fjárhagslega styrki frá Krafti á hverju ári.

Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941