Skip to main content

Anja og Linda

Anja var 12 ára þegar mamma hennar (þá 36 ára) greindist með brjóstakrabbamein

 „Það er fólk þarna úti sem er að ganga í gegnum nákvæmlega það sama og við.“

Anja var í 7. bekk þegar mamma hennar, Linda, greindist og var hún fyrst rosalega hrædd um að mamma hennar væri að fara deyja. Linda fór í aðgerð, lyfja- og geislameðferð og Anja var eins mikið hjá henni og hún gat í ferlinu. Anja var viss um að hún gæti bara dílað við allar tilfinningarnar sjálf og þyrfti ekki að tala við neinn og þyrfti enga aðstoð. En í dag fimm árum eftir að mamma hennar greindist segist hún enn sjá eftir því að hafa ekki nýtt sér Kraft meira og tekið við allri þeirri hjálp sem er í boði.

Linda vissi hins vegar strax að hún þyrfti á jafningjastuðningi að halda og nýtti sér Kraft og allt það sem er í boði. Hún segir að greiningin og þessi lífsreynsla hafi í grunninn breytt henni á ótal margan hátt og í dag standi hún stolt, komin í stjórn Krafts og hefur tekið þátt í ýmsu í starfi félagsins. Linda ákvað strax í byrjun að vera opinská um veikindin og það sem væri að ganga á því hún var viss um að það gæti nýst öðrum.

Linda hefur nú klárað fimm ára eftirlitið og segist því vera búin með þennan kafla í lífinu og eru þær mæðgur staðfestar í að halda áfram að vera opinskáar og duglegar að tala um hlutina því það geti hjálpað þeim og öðrum.

Það að sjá aðra með armböndin skiptir þær líka miklu máli því að þegar þær sjá aðra með þau þá finna þær fyrir samhug annarra eða eins og Anja segir: „Mér finnst þetta gullfallegt samfélag sem myndast í kringum þetta eina armband.“

LÍFIÐ ER NÚNA ARMBANDIÐ

Sýndu stuðning í verki með því að bera LÍFIÐ ER NÚNA armbandið.

Armbandið er fáanlegt í þremur stærðum: Small, Medium og Large.

Armbandið er í gylltum tónum þetta árið í tilefni af 25 ára afmæli Krafts.

Armbandið fæst á vef Krafts og í verslun Krafts í Skógarhlíð 8. Þú getur líka keypt armböndin í völdum verslunum Krónunnar og Hagkaups, Karakter í Smáralind, Companys í Kringlunni og Kúnígúnd á Akureyri og í Kringlunni ásamt Krabbameinsfélaginu í Reykjavík, í Árnessýslu og á Akureyri.

Kaupa armband
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941