Skip to main content

Birna

Greindist 27 ára með Hodgkins-eitilfrumukrabbamein á 4. stigi

 Það er sérstaklega valdeflandi að heyra sögur annarra.

Þegar Birna greindist var hún komin með 4. stigs krabbamein sem hafði dreift sér í lungun. Hún fékk mikið áfall og vissi ekki hvernig hún ætti að komast í gegnum þetta. En hún segir að fólkið sitt hafi gripið sig og svo nýtti hún sér ýmsa þjónustu hjá Krafti því hún vissi að hún þyrfti að leita sér stuðnings og speglun hjá öðru fólki sem hefur upplifað svipað. Hún mætti í jafningjastuðning og í StelpuKraft og fannst rosalega gagnlegt að sjá aðra og heyra árangursríkar sögur. Deila erfiðleikum, tárum, sárum, sorgum og jafnframt gleði og hlátri með jafningjum.

Í dag tekur Birna hverjum degi fagnandi. Hún segir að Glódís dóttir hennar hafi verið gullmolinn í öllu ferlinu en hún var bara tveggja ára þegar Birna greindist og er hún viss um að hún eigi mikinn þátt í bata hennar.

Það var ekki víst hvort að Birna gæti eignast fleiri börn eftir meðferðirnar en hún segir það vera kraftaverk út af fyrir sig að hún eigi nú von á öðru barni eftir allt sem líkaminn hennar hafi gengið í gegnum í lyfjameðferðinni. En það séu ekki allir svo heppnir.

LÍFIÐ ER NÚNA ARMBANDIÐ

Sýndu stuðning í verki með því að bera LÍFIÐ ER NÚNA armbandið.

Armbandið er fáanlegt í þremur stærðum: Small, Medium og Large.

Armbandið er í gylltum tónum þetta árið í tilefni af 25 ára afmæli Krafts.

Armbandið fæst á vef Krafts og í verslun Krafts í Skógarhlíð 8. Þú getur líka keypt armböndin í völdum verslunum Krónunnar og Hagkaups, Karakter í Smáralind, Companys í Kringlunni og Kúnígúnd á Akureyri og í Kringlunni ásamt Krabbameinsfélaginu í Reykjavík, í Árnessýslu og á Akureyri.

Kaupa armband
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941