Skip to main content

Bjarki

Greindist 35 ára með 4. stigs ristilkrabbamein

 „Aldrei láta neinn taka vonina frá þér ef þú hefur ekki von þá hefur þú ekkert“

Bjarki segist hafa grátið sennilega í um tvær vikur eftir að hann greindist með 4. stigs ristilkrabbamein. Hann var búinn að vera með sáraristilbólgu í 17 ár og lifað með því. En fór svo að finna fyrir miklum, skrítnum eiknkennum og fyrirferð í maganum. Hann var sendur í röntgen þar sem kom í ljós mikil fyrirferð í ristlinum og bólgur. Hann endar á að fara í bráðaaðgerð þar sem ristillinn er fjarlægður og hann fær stóma.

Bjarki hefur farið í mikla andlega vinnu og í djúpa hugleiðslu til að sigrast á þeim ótta sem kemur upp við greiningu sem þessa. Hann hafi kynnst Kraft eftir að hann lagðist inn á krabbameinsdeildina eftir aðgerðina og lesið Krafts-bókina – Fokk ég er með krabbamein og lesið og hlustað á sögur annars fólks og fundið hvað það hefur hjálpað að geta speglað sig í öðrum. Hann finnur hvað Kraftur er öflugur bakhjarl með stuðningi sínum og hvetur alla sem eru á þessum aldri að greinast að leita til félagsins.

Bjarki er í lyfjameðferð og er verið að reyna halda krabbameininu niðri en hann lifir fyrir hvern dag með konu sinni og börnum. Hann segir að það séu einhvern veginn allir með honum í þessu en hann sé líka búinn að vera opinskár svo að fólk viti hvað er í gangi.

LÍFIÐ ER NÚNA ARMBANDIÐ

Sýndu stuðning í verki með því að bera LÍFIÐ ER NÚNA armbandið.

Armbandið er fáanlegt í þremur stærðum: Small, Medium og Large.

Armbandið er í gylltum tónum þetta árið í tilefni af 25 ára afmæli Krafts.

Armbandið fæst á vef Krafts og í verslun Krafts í Skógarhlíð 8. Þú getur líka keypt armböndin í völdum verslunum Krónunnar og Hagkaups, Karakter í Smáralind, Companys í Kringlunni og Kúnígúnd á Akureyri og í Kringlunni ásamt Krabbameinsfélaginu í Reykjavík, í Árnessýslu og á Akureyri.

Kaupa armband
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941