Sögur
Ég á lítinn skrítinn skugga
Við eigum öll okkar skugga sem mótar leið okkar, hvort sem við höfum greinst með krabbamein, einhver okkur nákominn eða vegna annarra áfalla sem orðið hafa á lífsleiðinni. Stundum er skugginn stór, stundum verður hann að daufum útlínum og stundum hverfur hann alveg undir skósólana. En skugginn er alltaf til staðar. Hann er þögull ferðafélagi og partur af lífi okkar allra.