Skip to main content

Melrós

Greindist 33 ára með 4. stigs leghálskrabbamein

 „Kraftur var fyrsti staðurinn sem ég hugsaði um þegar ég greinist“

Melrós var einstæð tveggja barna móðir þegar hún greindist og fannst eins og einhver væri búinn að hrifsa af henni lífið sem hún vildi lifa við greininguna. Hún fékk mikinn stuðning frá sínum nánustu en fannst á sama tíma undarlegt að allt í einu væru aðrir farnir að sinna þeim verkefnum sem hún myndi undir eðlilegum aðstæðum geta sinnt.

Hún þurfti að flytja aftur heim til foreldra sinna með börnin svo þau gætu sinnt þeim þegar hún var sem veikust í lyfjameðferðinni. Hún sagðis að öll framtíðarplön hafi fokið út um gluggann við greininguna og þau plön sem hún hafði þá hafi hún ekki lengur því maður fái allt aðra sýn á lífið eftir svona reynslu og greiningu. Í dag er Melrós í viðhaldsmeðferð og að vinna í því að ná lífinu sínu til baka bæði andlega og líkamlega.

Melrós leitaði strax til Krafts og fann að þar var öruggt svæði og yndislegur staður. Þar gæti hún líka talað um það sem hún væri hræddust við sem hún gat ekki endilega talað um við sína nánustu um.

LÍFIÐ ER NÚNA ARMBANDIÐ

Sýndu stuðning í verki með því að bera LÍFIÐ ER NÚNA armbandið.

Armbandið er fáanlegt í þremur stærðum: Small, Medium og Large.

Armbandið er í gylltum tónum þetta árið í tilefni af 25 ára afmæli Krafts.

Armbandið fæst á vef Krafts og í verslun Krafts í Skógarhlíð 8. Þú getur líka keypt armböndin í völdum verslunum Krónunnar og Hagkaups, Karakter í Smáralind, Companys í Kringlunni og Kúnígúnd á Akureyri og í Kringlunni ásamt Krabbameinsfélaginu í Reykjavík, í Árnessýslu og á Akureyri.

Kaupa armband
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941