Kraftur, félag ungs fólks sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur ætlar að standa fyrir mögnuðum perluviðburði í Borgarnesi laugardaginn 4.júní í tilefni af vitundarvakningu félagsins.
Perlað verður nýtt Lífið er núna armband sem fór í sölu 16.maí en armbandið verður selt í takmörkuðu upplagi.
Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.
Perlunin fer fram í Landnámssetrinu og er opið hús frá klukkan 13 til 17. Er þetta tilvalið tækifæri til að eiga góða og skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum, og um leið leggja góðu málefni lið.
Endilega meldaðu þig á FB viðburðinn svo við vitum ca. fjölda þeirra sem að mæta upp á sætaskipan og slíkt.
Það væri einnig frábært ef þú gæti deilt viðburðinum með vinum og vandamönnum til að við getum fyllt Landnámssetrið af perlum.
HLÖKKUM TIL AÐ SJÁ ÞIG !
Kraftur perlar af Krafti í Brekkuskóla á Akureyri, 28. maí í tilefni í vitundrvakningu félagsins.
Perlað verður nýtt Lífið er núna armband sem verður selt í takmörkuðu upplagi.
Það verður opið hús í Brekkuskóla frá kl. 13:00 til 17:00. Þú getur hjálpað okkur að hjálpa öðrum og perlað með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.
Endilega skráðu þig hér og kíktu á Facebook viðburðinn okkar þar sem við munum setja inn frekari upplýsingar. Það væri frábært ef þú gætir líka deilt viðburðinum með vinum og vandamönnum.
Lofum skemmtilegri dagskrá en hún verður auglýst síðar. Tilvalið tækifæri til að eiga góða og skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum, og um leið leggja góðu málefni lið
Hlökkum til að sjá þig !
Kraftur ætlar að slá eigið íslandsmet í að perla armbönd sunnudaginn 22. maí í Hörpu í tilefni af vitundarvakningu félagsins.
Perlað verður nýtt Lífið er núna armband sem fer í sölu í maí en armbandið verður selt í takmörkuðu upplagi.
Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.
Endilega skráðu þig hér og kíktu á Facebook viðburðinn okkar þar sem við munum setja inn frekari upplýsingar. Það væri frábært ef þú gætir líka deilt viðburðinum með vinum og vandamönnum til að við getum fyllt Hörpu. Veitingar verða á staðnum.
Lofum skemmtilegri dagskrá en m.a. verða:
- DJ Sóley
- Herra Hnetusmjör
- Hljómsveitin Flott
- Ávaxtakarfan
- Una Torfa
- og fleira skemmtilegt.
Perlunin fer fram í Flóa á fyrstu hæð Hörpu og er opið hús frá klukkan 13 til 17 og er þetta tilvalið tækifæri til að eiga góða og skemmtilega stund með fjölskyldu og vinum, og um leið leggja góðu málefni lið
Hlökkum til að sjá þig !
Þú getur hoppað ókeypis í Hörpu á meðan að við erum að Perla af Krafti í Hörpu
Leggðu fyrir utan Hörpu og hoppaðu frítt af Krafti.