Skip to main content

Hrafnkell

Greindist 19 ára með æxli í mænugöngum

 „Að sjá einhvern með armbandið sýnir mikinn stuðning, skilning og samhug.“

Áður en Hrafnkell greindist hafði hann verið kvalinn í langan tíma og með mikla taugaverki. Eftir að hafa farið í þriðja sinn upp á bráðamóttöku svo verkjaður að hann gat ekki gengið þá kom loks í ljós æxli í mænugöngunum sem að þrýsti á allar taugarnar frá kviði niður í fætur.

Hann var þarna á þriðja ári í MH og meðan aðrir voru að læra undir lokapróf þá var hann lagður inn á spítala og settur í aðgerð. Við tók svo sex vikna geislameðferð. Í ferlinu fór hann að nýta sér þjónustu Krafts, fara í hittinga og hitta sálfræðing á vegum félagsins sem hjálpaði honum mikið.

Hrafnkell er 25 ára í dag. Hann var lengi að jafna sig eftir aðgerðina og meðferðina og er í eftirliti á 10 mánaða fresti. Þetta hefur haft langvarandi áhrif á orkuna hans og hann hefur þurft að endurraða ýmsu í lífinu en á sama tíma er hann að virða betur orkuna sem hann hefur og er ekki að stressa sig of mikið á hlutunum.

Hans helsta gullmóment og sigur var þegar hann náði að labba upp að gosinu í Fagradalsfjalli með vini sínum frá Bandaríkjunum sem hann bjóst jafnvel ekki við að geta.

LÍFIÐ ER NÚNA ARMBANDIÐ

Sýndu stuðning í verki með því að bera LÍFIÐ ER NÚNA armbandið.

Armbandið er fáanlegt í þremur stærðum: Small, Medium og Large.

Armbandið er í gylltum tónum þetta árið í tilefni af 25 ára afmæli Krafts.

Armbandið fæst á vef Krafts og í verslun Krafts í Skógarhlíð 8. Þú getur líka keypt armböndin í völdum verslunum Krónunnar og Hagkaups, Karakter í Smáralind, Companys í Kringlunni og Kúnígúnd á Akureyri og í Kringlunni ásamt Krabbameinsfélaginu í Reykjavík, í Árnessýslu og á Akureyri.

Kaupa armband
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941