Skip to main content

Perlum af Krafti
um land allt

Perlað af Krafti um land allt

Kraftur mun perla víðsvegar um land á meðan á átakinu – Vertu perla og berðu Lífið er núna armbandið – stendur yfir.

  • Perlað af Krafti – AUKAperluviðburður í Reykjavík 1. febrúar milli kl. 16 og 20. Sjá nánar hér.
  • Perlað af Krafti á Akureyri 1. febrúar milli kl. 17 og 20. Sjá nánar hér.
  • Perlað  af Krafti í Neskaupstað 2. febrúar milli kl. 17 og 20. Sjá nánar hér.
  • Perlað af Krafti í Höfn í Hornafirði 4. febrúar milli kl. 16 og 18. Sjá nánar hér. 
  • Perlað af Krafti á Selfossi 6. febrúar milli kl. 16 og 19:oo á Hótel Selfoss. Sjá nánar hér. 
  • Perlað af Krafti á Akranesi 11. febrúar milli kl. 13 og 16:00 í Fjölbrautaskóla Vesturlands. Sjá nánar hér. 

Perlað verður nýtt Lífið er núna armband sem verður til sölu til 12. febrúar en armbandið verður selt í takmörkuðu upplagi.

Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum og perlaðu með Krafti til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.

Hlökkum til að sjá þig !

Perlað af Krafti í Hörpu 21. janúar

Kraftur hvatti landsmenn alla til að mæta í Hörpu að perla armbönd sunnudaginn 21. janúar í Hörpu í tilefni af vitundarvakningu félagsins og 25 ára afmæli þess. Fjölmargir mættu á svæðið og perluðu með okkur.

Perlað var nýtt Lífið er núna armband sem verður til sölu til 12. febrúar en armbandið verður selt í takmörkuðu upplagi.

Við þökkum öllum innilega fyrir sem komu og perluðu með okkur sem og öllum skemmtikröftum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum sem hjálpuðu okkur að gera þennan viðburð svona glæsilegan og eftirminnilegan. 

Lífið er núna armbandið

Sýndu Kraft í verki með því að bera LÍFIÐ ER NÚNA armbandið.

Armböndin eru fáanlega í þremur stærðum, fyrir börn og fullorðna, og eru öll perluð af kraftmiklum sjálfboðaliðum.

Armbandið fæst á vef Krafts, á skrifstofu Krafts, völdum Krónuverslunum og Hagkaupsverslunum sem og Karakter í Smáralind, Companys í Kringlunni og Kúnígúnd á Akureyri og í Kringlunni ásamt Krabbameinsfélaginu í Reykjavík, í Árnessýslu og á Akureyri.

.

Kaupa armband
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941