Krabbamein snertir marga
Um 70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju með krabbamein og hefur það bæði áhrif á þann greinda sem og fjölmarga í kringum hann t.d. maka, foreldra, börn, vini, vandamenn og jafnvel vinnufélaga. Að meðaltali má reikna út að krabbamein snerti 7-10 nána aðstandendur þess greinda svo þá erum við að tala um 700 manns á hverju ári.
Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk 18-40 ára sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur.
Lífið er núna húfan
Sýndu stuðning í verki með því að bera LÍFIÐ ER NÚNA húfuna. Húfan er íslensk framleiðsla og hönnun.
Húfan er hönnuð af Heiðu Birgisdóttur (Heiða Nikita) og framleidd af Varma í samstarfi við Ístex. Húfan er úr íslensku lambsgarni en í innra lagi húfunnar er merinoull.
Þú getur valið um svarta eða appelsínugula húfu.
Þú getur hjálpað okkur að hjálpa öðrum
Hefur krabbamein haft áhrif á þig?
– breyttu þinni mynd á samfélagsmiðlunum og sýndu samstöðu. Hjálpaðu okkur að vekja athygli á málefninu.
Krabbamein hefur haft áhrif á okkur...
Hvað getur Kraftur gert fyrir þig?
Tölulegar upplýsingar
70
70 ungir einstaklingar greinast á ári hverju með krabbamein.
130
Að meðaltali nýta sér 130 félagsmenn þjónustu Krafts í hverjum mánuði.
50
Um 50 manns að meðaltali þiggja að fjárhagslega styrki frá Krafti á hverju ári.