Skip to main content

Viðburðir á tímabilinu

Lífið er núna viðburðir

Það verður nóg um að vera á meðan á Lífið er núna vitundarvakningu Krafts stendur – sýndu Kraft í verki og berðu Lífið er núna húfuna á tímabilinu.

    • Opnunarhátíð Krafts – 23. janúar kl 17.30 í Rammagerðinni, Laugavegi 31. Sjá nánar hér.
    • House of Van Helzing sýning í Rammagerðinni dagana 23. jan til 12. feb. Til Heiðurs Tótu Van Helzing prjónahönnuði.
    • Lífið er núna pop-up búð Krafts í Kringlunni 25. til 26. jan.
    • Lífið er núna dagurinn 30. janúar.
    • Pop-up tónleikar í Rammagerðinni 30. janúar með Rakel
    • Lífið er núna pop-up búð Krafts í Smáralind 1. til 2. feb.
    • Pop-up prjónastund með Völu frá House of Van Helzing  í Rammagerðinni 9. feb. milli kl 13 – 15.
    • Alþjóðlegur dagur gegn krabbameini 4. febrúar.
    • Pop-up prjónastund með á Akureyri þar sem við prjónum sokka í anda Tótu Van Helzing 8. feb. milli kl 11 – 13. Nánari uppl. síðar.
    • Lífið er núna pop-up búð Krafts á Glerártorgi 8. febrúar.

Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum og berðu lífið er núna húfuna til að styðja við bakið á ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum.

Hlökkum til að sjá þig !

Opnunarhátið – 23. janúar

Fimmtudaginn 23. janúar, kl.17:30 fögnum við nýju “Lífið er núna” vitundarvakningu okkar sem er jafnframt stærsta fjáröflun félagsins. Af því tilefni er þér er boðið í partý til að fagna með okkur!
Frumsýnd verður auglýsing vitundarvakningarinnar, kynnum nýju Lífið er núna húfuna til leiks og opnum dyrnar að glæsilegri Tótu Van Helzing sýningu í húsi Rammagerðarinnar, en Tóta er fyrrum félagsmaður Krafts og var stórkostleg listakona.
DJ Dóra Júlía heldur uppi stuðinu, en auk þess koma fram:
– Jónsi
– Hipsumhaps
– Una Torfa
Fordrykkur í boði TÖST ásamt gómsætum bitum og að sjálfsögðu verður Lífið er núna húfan til sölu.
Herlegheitin fara fram í glæsilegri verslun Rammagerðarinnar á Laugavegi 31 (gamla kirkjuhúsinu), uppi á 2. hæð.

LÍFIÐ ER NÚNA HÚFAN

Sýndu kraft í verki með því að bera LÍFIÐ ER NÚNA húfuna

Hönnun húfanna er innblásin af verkum Tótu Van Helzing sem var félagsmaður í Krafti, en hún var stórkostlegur prjónahönnuður og listamaður. Hún er þekktust fyrir peysurnar sínar sem liggja á mörkum tísku, handverks og listar þar sem blandað er saman mismunandi áferðum í prjóni og garntegundum.

Húfan er fáanleg í tveimur útgáfum, appelsínugul með fallegu prjónamynstri og svört með hvítu munstri.

Húfurnar eru úr 50% ull og 50% endurunnu nylon.

Húfurnar fást á vef Krafts og á skrifstofu félagsins Skógarhlíð 8. Einnig verður hægt að kaupa það í völdum verslunum Krónunnar og Hagkaups og Rammagerðarinnar og í afgreiðslu Krabbameinsfélagsins.

Kaupa húfu
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941