Skip to main content

Mouna Nasr de Alamatouri

Mouna was 30 years old when she was diagnosed with breast cancer.

 „At the beginning of my journey with cancer, it felt heavy, and at times, I hated why it happened to me. I couldn’t think about my future because I didn’t know if I would even survive—both because of my illness and the war“

Mouna, a volunteer pharmacist with the Syrian Red Crescent, was diagnosed with breast cancer while working to support pregnant women and children in war-torn Syria. The project, in collaboration with WHO, wich is part of the UN,  included awareness campaigns on breast self-examinations and prevention methods. After one such session, Mouna noticed a hard, unusual lump in her breast. It was an aggressive hormonal type that required immediate surgery, as well as medication and radiation therapy.

At the time, she was married with a three-month-old daughter. Her family, though filled with fear, stood by her unwaveringly. The war made accessing treatment a constant struggle, with medication costs, dangerous travel involved passing through numerous checkpoints with the constant risk of gunfire or kidnapping and bombings adding to the burden.

Despite moments of weakness, her family’s support and the sight of her young daughter gave her strength to keep fighting. Today, Mouna is doing well and reflects that, despite the hardship, she finds her journey to also be a blessing. It serves as a reminder to live every single day as if it were her last because there is so much on this earth worth living for.

 „After I moved  from the Netherlands at the end of 2022, I started searching for a cancer community and I found Kraftur. Kraftur have helped in a way that I am not alone, not the only one and that there is a community that feels like a family, when you need support“

Mouna Nasr de Alamatouri

Mouna var 30 ára þegar hún greindist með brjóstakrabbamein.

 „Í upphafi þegar ég greindist fannst mér tilhugsunin óbærileg og ég hataði þá staðreynd að þetta skyldi koma fyrir mig. Ég gat ekki hugsað um framtíðina því ég vissi ekki hvort ég myndi lifa af – hvort sem það yrði vegna sjúkdómsins eða stríðsins“

Mouna, sjálfboðaliði og lyfjafræðingur hjá Rauða krossinum í Sýrlandi, vann að því að styðja barnshafandi konur og börn með næringu og forvörnum gegn brjóstakrabbameini. Á meðan hún var að fræða mæður um brjóstagjöf og varnir, fann hún hnút í eigin brjósti. Um árásargjarna hormónategund var að ræða, sem krafðist tafarlausra skurðaðgerða, lyfja- og geislameðferðar.

Á þessum tíma var Mouna gift og átti þriggja mánaða dóttur. Fjölskylda hennar, þrátt fyrir ótta og áhyggjur um að missa hana, stóð með henni ótrauð. Stríðið gerði öll meðrferðarúrræði mjög erfið – lyf voru dýr og erfitt var að fá þau. Ferðalög voru hættuleg og kröfðust þess að fara þurfti í gegnum fjölda eftirlitsstöðva með stöðugri hættu á skothríð eða mannránum, auk þess sem stöðugar sprengjuárásir bættu ekki ástandið.

Þrátt fyrir erfiða tíma, veitti stuðningur fjölskyldunnar og unga dóttir hennar, Mounu styrk til að halda áfram baráttunni. Mouna gengur vel í dag og segir að þrátt fyrir alla erfiðleikana hafi þessi reynsla einnig verið blessun. Hún minnir hana á að lifa hvern einasta dag eins og hann væri sá síðasti, því það er svo margt á þessari jörð sem er þess virði að lifa fyrir.

 „Eftir að ég flutti frá Hollandi í lok árs 2022 byrjaði ég að leita að krabbameinssamfélagi og fann Kraft. Kraftur hefur hjálpað mér að finna að ég er ekki ein, ekki sú eina og að það er samfélag til sem er eins og fjölskylda þegar maður þarf á stuðningi að halda“

LÍFIÐ ER NÚNA HÚFAN

Sýndu kraft í verki með því að bera LÍFIÐ ER NÚNA húfuna

Hönnun húfanna er innblásin af verkum Tótu Van Helzing sem var félagsmaður í Krafti, en hún var stórkostlegur prjónahönnuður og listamaður. Hún er þekktust fyrir peysurnar sínar sem liggja á mörkum tísku, handverks og listar þar sem blandað er saman mismunandi áferðum í prjóni og garntegundum.

Húfan er fáanleg í tveimur útgáfum, appelsínugul með fallegu prjónamynstri og svört með hvítu munstri.

Húfurnar eru úr 50% ull og 50% endurunnu nylon.

Húfurnar fást á vef Krafts og á skrifstofu félagsins Skógarhlíð 8. Einnig verður hægt að kaupa það í völdum verslunum Krónunnar og Hagkaups og Rammagerðarinnar og í afgreiðslu Krabbameinsfélagsins.

Kaupa húfu
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941