Skip to main content

Magnús Kjartan Eyjólfsson

Magnús var 40 ára þegar hann greindist með bráðaeitilfrumuhvítblæði.

 „Það fór að birta til þegar ég fékk þær fréttir að sjúkdómurinn liggi niðri og eins líka þegar ég fékk þær fréttir að ég væri kominn í viðhaldsmeðferð og stóru lyfjagjafirnar væru búnar“

Magnús var ósköp venjulegur fjölskyldufaðir með fjögur börn og voru þau hjónin nýbúin að taka fimmta barnið að sér í fóstur þegar hann greinist. Hann segir að sín fyrstu viðbrögð við greiningunni hafi verið að hann mætti ekkert vera að þessu, það var laugardagur og hann var að fara að spila á balli um kvöldið.

Magnús upplifði síðar eftir greiningu að einhvern veginn hafi allt farið á “hold”, honum fannst sjúklingurinn sjálfur hafa bara eitt verkefni og annað gleymdist svolítið á meðan. Magnús segist hafa tekist á við þetta verkefni af æðruleysi. Hann hafði enga stjórn á aðstæðum og ákvað að treysta því fólki sem hafði menntun og reynslu til að takast á við þennan sjúkdóm.

Í dag er Magnús í viðhaldsmeðferð og segist hann verða í hennir næstu tvö árin ef sjúkdómurinn verður áfram til friðs. Þegar hann er spurður að því hvaða þýðingu „Lífið er núna“ hafi fyrir hann, segir hann „Notaðu tímann sem þú hefur, þú veist aldrei hvað hann er langur“.

 „Þegar Kraftur frétti af minni greiningu höfðu þau samband af fyrra bragði og buðu mér í kaffi og spjall. Ég hef mest notað lyfjakortið og það er gríðarlegur sparnaður þegar heimilið er stórt. Svo eru allskyns “hittingar” sem eru áhugaverðir og skemmtilegir, það er ótrúlega gott að geta rætt sjúkdóminn við aðila sem eru eða hafa verið að ganga í gegnum það sama og þú sjálfu“

LÍFIÐ ER NÚNA HÚFAN

Sýndu kraft í verki með því að bera LÍFIÐ ER NÚNA húfuna

Hönnun húfanna er innblásin af verkum Tótu Van Helzing sem var félagsmaður í Krafti, en hún var stórkostlegur prjónahönnuður og listamaður. Hún er þekktust fyrir peysurnar sínar sem liggja á mörkum tísku, handverks og listar þar sem blandað er saman mismunandi áferðum í prjóni og garntegundum.

Húfan er fáanleg í tveimur útgáfum, appelsínugul með fallegu prjónamynstri og svört með hvítu munstri.

Húfurnar eru úr 50% ull og 50% endurunnu nylon.

Húfurnar fást á vef Krafts og á skrifstofu félagsins Skógarhlíð 8. Einnig verður hægt að kaupa það í völdum verslunum Krónunnar og Hagkaups og Rammagerðarinnar og í afgreiðslu Krabbameinsfélagsins.

Kaupa húfu
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941