Skip to main content

Ása

Greindist 29 ára með eitilfrumukrabbamein og hefur misst báða foreldra úr krabbameini

 „Þegar ég greindist með krabbamein þá var ég staðráðin í því að berjast.“

Þegar Ása greindist með krabbamein árið 2014 fékk hún algjört sjokk og varð rosalega hrædd þar sem hún var nýbúin að missa mömmu sína úr krabbameini. En hún var staðráðin í að sigrast á þessu, fá að lifa og sjá son sinn vaxa úr grasi og að hann myndi ekki þurfa að upplifa sömu sorg og hún sjálf.

Ása hafði fundið kúlu á hálsinum sem reyndist vera krabbamein. Hún fór í aðgerð og svo í agressíva lyfjameðferð á tveggja vikna fresti. Hún varð afskaplega veik á þessum tímabili og man lítið í raun eftir þessu ári og finnst hún í raun hafa misst alveg heilt ár úr lífi sínu. Þegar hún var í lyfjagjöfinni fékk hún bækling frá Krafti og fann strax að þar ætti hún heima þar sem þarna væri fólk á hennar aldri. Hún nýtti sér þjónustu Krafts eins og allskonar hittinga og jafningjastuðning.

Í dag er Ása stuðningsfulltrúi í Stuðningsneti Krafts en þangað geta einstaklingar sótt jafningjastuðnings hvort sem þeir hafa greinst með krabbamein eða eru aðstandendur en Ása hefur einmitt reynslu að vera beggja megin borðsins.

LÍFIÐ ER NÚNA ARMBANDIÐ

Sýndu stuðning í verki með því að bera LÍFIÐ ER NÚNA armbandið.

Armbandið er fáanlegt í þremur stærðum: Small, Medium og Large.

Armbandið er í gylltum tónum þetta árið í tilefni af 25 ára afmæli Krafts.

Armbandið fæst á vef Krafts og í verslun Krafts í Skógarhlíð 8. Þú getur líka keypt armböndin í völdum verslunum Krónunnar og Hagkaups, Karakter í Smáralind, Companys í Kringlunni og Kúnígúnd á Akureyri og í Kringlunni ásamt Krabbameinsfélaginu í Reykjavík, í Árnessýslu og á Akureyri.

Kaupa armband
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941