Sonur – Sigurlogi Karl Guðjónsson

4 ára

„Mamma sagði að inni í líkamanum hennar væru góðar og vondar frumur að berjast alveg eins og góðu og vondu í Transformers þar sem góðu frumurnar eru að reyna að vinna vondu.“ 

Þegar mamma greindist með krabbamein þá var pínu erfitt fyrir mig að skilja það. Mamma útskýrði fyrir mér að krabbameinið væri eins og vondu kallarnir í Transformers, en ég elska Transformers. Mamma sagði að inni í líkamanum hennar væru góðar og vondar frumur að berjast alveg eins og góðu og vondu í Transformers þar sem góðu frumurnar eru að reyna að vinna vondu. Lyfin sem hún fengi á spítalanum væru að hjálpa góðu frumunum að berjast við vondu frumurnar.

Þegar vinkonur mömmu komu til hennar til að raka af henni hárið þá var rosalega gaman hjá þeim. Þær hlógu og skemmtu sér og ég fékk að vera með eins og mig langaði. Mér fannst mamma rosalega flott þegar hún var búin að raka af sér hárið og ég sagði að ég vildi fá klippingu eins og mamma. Vinkonur hennar rökuðu þá líka á mér hárið svo nú erum við eins.

Mér finnst skemmtilegt að leika með nýja Bumblebee Transformersinn minn og mamma mín er besta mamma í öllum heiminum. Mér finnst gaman að leika mér við vini mína í leikskólanum og líka að leika með Vidda og Bósa. Mjúka nýja teppið mitt er rosa mjúkt. Mér finnst líka gaman þegar ég fer í ævintýri með mömmu, pabba og Hrafntinnu litlu systur.

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941