Skip to main content

Sóli Hólm

Greindist 34 ára með Hodgkins eitlakrabbamein

 „Fyrir öll þau sem eru að berjast við krabbamein og aðstandendur þeirra“

Ég greindist árið 2017 með Hodgkins eitlakrabbamein og var þá 34 ára nánast upp á dag. Ég sá einhverja kúlu á hálsinum og fór því til læknis. Ég var í raun mjög heppinn því greindist í júlí og var laus í lok nóvember. Ég lærði alveg ótrúlega mikið af þessari lífsreynslu en ég held að þetta hafi verið erfiðast fyrir aðstandendur mína. Pabbi sagði t.d. að hann hefði frekar viljað fá þetta í staðinn fyrir mig og ég skil það vel sjálfur sem faðir.

Ég uppgötvaði hvað það er gott að geta talað við einhvern sem hefur farið í gegnum svipaða reynslu. Krabbamein eru svo ólík að það skiptir máli að ræða við einhvern sem hefur fengið það sama. Annars er þetta eins og vera á leið til Egyptalands en leita ráða hjá einhverjum sem hefur farið til Færeyja. Reynslan er svo misjöfn og afleiðingarnar. Það er því gott að geta spegla sig í öðrum. En í Krafti finn ég hvað fólk er kraftmikið og jákvætt. Sjálfur varð ég sturlaður af jákvæðni í ferlinu. Ég setti hausinn undir mig og kláraði þetta.

Ég lærði að bera meiri virðingu fyrir hæfileikum mínum og lífi og sýna lífinu virðingu. Það breytir lífssýn manns til frambúðar að greinast með krabbamein. Ég lifi nú alltaf einn dag í einu og geri mitt besta við það því lífið er núna.

LÍFIÐ ER NÚNA KOLLAN

Sýndu Kraft í verki með því að setja upp LÍFIÐ ER NÚNA kolluna.

Húfurnar eru fáanlegar í tveimur litum og henta bæði fullorðnum og börnum. Það er hægt að bretta upp á þær að vild þar sem Lífið er núna merkið getur sést á alls kyns vegum.

Húfurnar fást á vef Krafts, í Companys Kringlunni, Karakter Smáralind og  völdum Krónuverslunum.

Kaupa húfu
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941