Mágur – Manuel Schembri

26 ára

„Það að vera ástvinur krabbameinssjúklings er erfitt en að vera ástvinur náins aðstandenda er líka erfitt.“ / “To be a loved one of a cancer patient is hard but to be a loved one of a loved one is also hard”

English below

Mágkona mín greindist með krabbamein. Það er afskaplega erfitt þegar einhver í fjölskyldunni greinist með krabbamein. Það breytir öllu í lífi þínu, framtíðaráformum, og hvernig þú horfir á lífið. Jákvæða viðhorfið hennar Stellu hefur einhvern veginn gert þetta auðveldara.

Ég man að við vorum einu sinni að borða hádegismat í garðinum hjá foreldrum Stellu. Stella sagði svo allt í einu „Á morgun þá mun líf mitt breytast. Á morgun mun ég fara að braggast“. Ég horfði á hana og sá engan ótta eða hræddan krabbameinssjúkling. Ég sá baráttukonu. Þetta var daginn áður en hún fór í fyrstu lyfjameðferðina sína.

Aðal hlutverk mitt í þessari sögu var meira en að vera aðstandandi. Ég er líka unnusti mjög náins aðstandenda. Það að Stella hafi fengið krabbamein var það versta sem gat komið fyrir Tinnu, unnustu mína. Fyrir Tinnu er Stella allt. Það lagðist mjög þungt á hana að systir hennar væri með krabbamein. Það var erfitt fyrir mig að vera sjálfur aðstandandi en sýna líka unnustu minni fullan stuðning, vera til staðar fyrir hana og reyna að sannfæra hana um að þetta væri allt í lagi. Það að vera ástvinur krabbameinssjúklings er erfitt en að vera ástvinur náins aðstandenda er líka erfitt. Þú ert ekki bara að díla við reynsluna um að vera aðstandandi sjálfur heldur líka að sýna þeim stuðning sem eru að takast á við þessa sorg og erfiðleika.

Að einhver í fjölskyldunni sé með krabbamein er ekki auðvelt en að það sé á tímum Covid það er algjört helvíti. Það að vera stöðugt að óttast það að smita Stellu af Covid var hræðilegt. Undir venjulegum kringumstæðum elska ég að hafa vikuna mína skipulagða. Vita hvenær ég er að vinna, hvenær ég mun hitta vinina, helgarferðir o.s.frv. En við gátum ekki einu sinni skipulagt hvenær við gætum hitt Stellu í kvöldmat eða hjálpað til. Covid létti sko ekki undir. Við gátum bara planað einn dag í einu. Við vissum aldrei hvort dagurinn yrði góður eða hvort Stella og fjölskylda þyrftu á aðstoð að halda.

Í gegnum þennan tíma hef ég virkilega lært hversu miklu máli gæðastundir fjölskyldunnar skipta. Við hjálpuðum með börnin og matinn, keyrðum mat í bústaðinn til Stellu þar sem hún fór í sjálfskipaða einangrun út af Covid o.s.frv. Þetta var allt svo miklu auðveldara en ég átti von á. Þessi verkefni voru smávægileg miðað við aðstæðurnar. Það skrýtna var hversu auðvelt það var að elda fyrir fjölskylduna hennar Stellu. Það er ekki algengt að hringja í vini og ættingja og segja „Ekki hafa áhyggjur af matnum í dag, ég ætla að elda fyrir þig” En einhvern veginn fannst manni þetta alls ekki skrýtið. Þetta var það auðveldasta sem við gátum gert.


My sister-in-law was diagnosed with cancer. It is very hard when someone in the family gets cancer. It changes everything, your life, your plans, your way of looking at life. Thanks to Stella´s positive attitude this weight seemed somehow a little lighter.

I remember that we were once having lunch in the garden at Stella’s parents. And Stella said “from tomorrow my life will change. Tomorrow I will start to heal”. I was looking at her and I did not see any fear or a scared cancer patient. I saw a gladiator. This was the day before her first chemo.

My main role in this story was more than just a loved one, but also a loved one of a loved one. Stella having cancer is the worst thing that could ever happen to Tinna. Stella is everything to Tinna and the thought of her sister having cancer was very heavy on her. It was very challenging to go through this myself while supporting my fiancée, being there for her, trying to show her that everything will be alright. To be a loved one of a cancer patient is hard but to be a loved one of a loved one is also hard. You are not only experiencing your loved one dealing with cancer but also being there for their closest going through the excruciating emotional pain.

Having cancer in the family is not easy but having cancer in the family during Covid is hell. The constant fear that we could infect Stella with Covid was/ is real. Usually, I love to have my week planned out. To know when I am working, when I am meeting friends, weekend trips etc. But we could not even plan when to meet Stella for dinner or help out. Covid didn’t help with that either. We could only plan day to day. We never knew when it was going to be a good day or a day where our assistance was necessary.

Through this time, I have truly learned how precious family quality time is. We helped out with the kids or dinner, driving to the summer house with food for Stella when she was in isolation from everyone due to Covid etc. This was all so much easier than I ever thought it would be. These tasks seemed so small compared to the situation. A strange feeling was how easy it became to cook for Stella´s family. It is not common to just call your friend or relative and say “don´t worry about food today, I am going to cook for you”. Yet it didn’t feel strange at all, and it was the easiest thing we could have done.

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941