Mágkona – Katla Gísladóttir

34 ára

„Verkefnin sem við fáum eru allaveganna. Það er undir okkur komið hvernig við tökumst á við þau“

Mágur minn greindist með krabbamein einungis 24 ára gamall. Það er gríðarlega erfitt að horfa uppá náinn einstakling ganga í gegnum greiningu og meðferð krabbameins. Jóhann Björn, mágur minn, er frjálsíþróttakappi og það að hann skyldi greinast er virkilega áminning um að krabbamein spyr ekki um aldur né líkamlegt form.

Það var einstaklega erfitt að sjá hvaða áhrif og aukaverkanir jukust þegar leið á meðferðina. Á sama tíma var magnað að fylgjast með baráttunni sem aldrei dvínaði! Þetta var verkefni sem átti að klára! Ég er endalaust stolt af styrknum og baráttunni sem Jóhann sýndi í gegnum allt ferlið. Þetta minnir mann virkilega á að verkefnin sem við fáum eru allaveganna. Það er undir okkur komið hvernig við tökumst á við þau.

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941