Skip to main content

Jón Gunnar

Missti systur sína úr krabbameini þegar hann var 46 ára

 „Fyrir systur mína“

Ég var 44 ára þegar Alma Dröfn, litla systir mín, greindist með krabbamein haustið 2017. Þetta var eðlilega mikið áfall fyrir mig og fjölskylduna okkar. Hún var á góðum stað þarna í lífinu en áður hafði hún verið að berjast við fíkn og þá kemur þetta áfall.

Alma greindist svo aftur sumarið 2019 og svo í nóvember sama ár kom í ljós að hún væri með fjórða stigs krabbamein og að hún ætti fjögur ár eftir ólifuð en það urðu bara 11 mánuðir. Hún lést í september árið 2020. Þetta gerðist allt svo hratt og hreinlega óbærilegt að takast á við en hún var ótrúlega jákvæð og opin með sína baráttu á sama tíma og gaf það okkur fjölskyldunni styrk. Ég reyndi að vera til staðar eins og ég gat sem stóri bróðir sama með hvaða hætti sem það var. En þetta var ofboðslega erfitt verkefni fyrir okkur öll.

Ég er ævinlega þakklátur fyrir allan stuðning Krafts sem bæði Alma og við fjölskyldan höfum fengið. Það er ómetanlegt í svona baráttu. Kraftur skiptir ótrúlega miklu máli sem stuðningur og fræðsla fyrir fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur þeirra sem eru svo hjálparvana. Við fjölskyldan höfum líka nýtt okkur Kraft eftir andlát Ölmu og þykir okkur gríðarlega vænt um félagið. Við erum öll ímyndaðir leikstjórar í lífi okkar en svo er varnarleysið og vonleysið oft algjört sem aðstandandi.

Þetta hefur óhjákvæmilega breytt hvernig maður lítur á lífið. Það verður allt dýrmætara og maður fer að hægja á og taka einn dag í einu því lífið er svo sannarlega núna.

LÍFIÐ ER NÚNA KOLLAN

Sýndu Kraft í verki með því að setja upp LÍFIÐ ER NÚNA kolluna.

Húfurnar eru fáanlegar í tveimur litum og henta bæði fullorðnum og börnum. Það er hægt að bretta upp á þær að vild þar sem Lífið er núna merkið getur sést á alls kyns vegum.

Húfurnar fást á vef Krafts, í Companys Kringlunni, Karakter Smáralind og  völdum Krónuverslunum.

Kaupa húfu
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941