Skip to main content

Arnar Sveinn

Missti mömmu sína úr krabbameini 11 ára gamall

„Ég set upp kolluna fyrir mömmu“ 

Ég missti mömmu mína úr krabbameini þegar ég var 11 ára gamall. Mamma greindist fyrst þegar ég var 2 ára árið 1993, og svo aftur árið 1998 þegar ég var 7 ára og svo lést hún árið 2003.

Ég var í raun lítið involveraður inn í ferlið en ég man mjög vel eftir því þegar pabbi kom heim og sagði mér að hún myndi aldrei koma aftur heim. Ég sat þá á eldhúsgólfinu og þetta breytti algjörlega heimsmyndinni minni. Allt í einu var ég að fara að missa mömmu, við sem vorum svo góðir vinir.

Þótt ég hafi verið lítið innvolveraður í allt ferlið þá er eitt augnablik sem er mér mjög dýrmætt, en það var bara skömmu áður en mamma deyr. Hún hringdi heim af spítalanum og spjallaði við pabba og svo við mig. Ég fann að það var ekki allt í lagi en á sama tíma var hún að reyna að gera lítið úr aðstæðunum og hafa samtalið á léttu nótunum. Hún sagði t.d. að hún væri að fá súrefni af því að hún nennti bara ekki að anda sjálf. Hún hafði alltaf óbilandi trú, jákvæðni og gleði. Hún var þannig þó að hún vissi sennilega að þetta væri eitt af síðustu skiptunum sem hún myndi tala við litla strákinn sinn.

Eftir að mamma dó prófaði pabbi alls konar aðferðir til að hjálpa mér, bæði hefðbundnar og óhefðbundnar, en ég sjálfur var ekki tilbúinn. Ég tók bara allt á gleði og jákvæðni, sem kom mér langt, en það kom að skuldadögum árið 2018 þegar ég lendi í persónulegu áfalli og þá sá ég að það voru hlutir sem ég átti eftir að vinna úr. Stuttu síðar steig ég inn í Kraft sem hefur hjálpað mér mikið og er ég ofboðslega þakklátur fyrir það.

Lífið er núna kollan

Sýndu Kraft í verki með því að setja upp LÍFIÐ ER NÚNA kolluna.

Húfurnar eru fáanlegar í tveimur litum og henta bæði fullorðnum og börnum. Það er hægt að bretta upp á þær að vild þar sem Lífið er núna merkið getur sést á alls kyns vegum.

Húfurnar fást á vef Krafts, í Companys Kringlunni, Karakter Smáralind og  völdum Krónuverslunum.

Kaupa húfu
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941