Skip to main content

Anna María Milosz

Greindist 35 ára með illkynja non-hodgkins eitilfrumukrabbamein

„Ég set up kolluna fyrir alla sem eru að missa vonina.“

Ég greindist 35 ára með illkynja non-hodgkins eitilfrumukrabbamein. Ég mætti á bráðamóttökuna því að vinstri handleggurinn minn var orðinn fjólublár og ég hélt að ég væri að fá hjartaáfall. Eftir myndatöku og segulómun þá var mér sagt að ég væri með krabbamein. Ég var þarna ein á bráðamóttökunni og tárast strax. Ég var hissa og í áfalli, með 10 mánaða stelpu og mann sem biðu eftir mér heima. Ég var að klára fæðingarorlofið og þurfti þá að fara díla við þetta verkefni.

Að fara í gegnum lyfjameðferð, það var kannski ekki mikið mál, það gekk rosalega vel, þó að eftir fyrstu þrjú skiptin þá leið mér hrikalega illa, ég var með hita og ógleði. Fyrir lyfjameðferð gafst enginn tími til að frysta egg og eftir meðferð var okkur tilkynnt að við myndum sennilega ekki eignast fleiri börn, eggjastokkarnir á mér væru eins og sveskjur og ég komin á breytingaskeiðið. Að heyra að ég væri komin á breytingaskeiðið var áfall og var erfitt að sætta mig við það. Ég varð þunglynd. Í mínu tilfelli voru því endurhæfingar mánuðirnir eftir lækningu verstir. En þá kom Kraftur mjög sterkt inn í líf mitt og hefur veitt mér mjög mikinn stuðning síðan. Ég sótti alls konar viðburði, fór í jóga og líka í FítonsKraft, ég var mjög virk þar. Kraftur þýðir skemmtun þar er svo skemmtilegt og frábært fólk. Það er svo jákvæð orka þarna og tekið vel á móti öllum, jafnvel þó þú talir ekki íslensku.

Í dag líður mér vel, þó ég sé þreytt en það er af því ég er í fæðingarorlofi. Við eignuðumst kraftaverkabarn án þess að við fengjum aðstoð sérfræðinga. Dóttir mín er núna 10 vikna gömul, henni heilsast vel og mér líka. Lífið er yndislegt.

Í dag líður mér vel, þó ég sé þreytt en það er af því ég er í fæðingarorlofi. Við eignuðumst kraftaverkabarn án þess að við fengjum aðstoð sérfræðinga. Dóttir mín er núna 10 vikna gömul, henni heilsast vel og mér líka. Lífið er yndislegt.

Lífið er núna kollan

Sýndu Kraft í verki með því að setja upp LÍFIÐ ER NÚNA kolluna.

Húfurnar eru fáanlegar í tveimur litum og henta bæði fullorðnum og börnum. Það er hægt að bretta upp á þær að vild þar sem Lífið er núna merkið getur sést á alls kyns vegum.

Húfurnar fást á vef Krafts, í Companys Kringlunni, Karakter Smáralind og  völdum Krónuverslunum

Kaupa armband
Close Menu

Kraftur

Skógarhlíð 8
105 Reykjavík

Sími: 866-9600
Stuðningssími: 866-9618
Netfang: kraftur@kraftur.org
Kennitala: 571199-3009
VSK: 102941