12. nóvember, 2020
„Strákar þurfa að átta sig á því að það er hægt að gera þetta öðruvísi en að fara þetta á hnefanum“ segja þeir Matti Osvald og Gísli Álfgeirsson en þeir vinna ötult starf með karlmönnum fyrir Ljósið og Kraft. Þeir telja mikilvægt að karlmenn átti sig á að þeir geti og þurfi að hafa áhrif … Continue reading „2.9. Karlmennskan og krabbamein“
15. október, 2020
Rúrik Gíslason knattspyrnumaður missti bæði æskuvin og móður sína úr krabbameini með stuttu millibili. Það tók á Rúrik að ræða málin en hann talar á einlægan hátt um missinn sem markað hefur hann og líf hans á svo sterkan máta. Honum finnst mikilvægt að huga vel að því hvernig við lifum lífinu og hvað við … Continue reading „2.8. Rúrik Gíslason“
30. september, 2020
Margir tala um að þetta hafi hjálpað hvað mest í ferlinu, að fá þessa von“ segir Þorri Snæbjörnsson sálfræðingur og annar viðmælandi hlaðvarpsins þessa vikuna. Hann, ásamt Ásu Magnúsdóttur stuðningsfulltrúa, ræða um Stuðningsnet Krafts þar sem dýrmæt jafningafræðsla fer fram. Stuðningsnetið er öllum opið, krabbameinsgreindum sem og aðstandendum. Þátturinn er kominn inn á Spotify og … Continue reading „2.7. Það fer enginn í gegnum þetta einn“
17. september, 2020
Flest upplifum við sorg einhvern tíma á lífsleiðinni og tekst fólk á við hana á mismunandi vegu. Viðmælendur þáttarins, séra Vigfús Bjarni og Ína Ólöf, eru þó sammála um mikilvægi þess að tala um sorgina og fá aðstoð við að fara í gegnum það tilfinningalega ferli. Það er aldrei of seint og getur úrvinnslan verið … Continue reading „2.6. Sorgin fer ekki, hún lifir með manni“
4. september, 2020
Það er magnað hversu mikil áhrif við getum haft á líf okkar og heilsu með mataræði og heilbrigðum lífstíl. T.d. er hægt að koma í veg fyrir 30-50% krabbameinstilvika með breyttum lífstíl. Jóhanna Torfadóttir næringarfræðingur og Elín Skúladóttir, sem breytti matarræði sínu í kjölfar krabbameinsgreiningar, ræða hér mikilvægi holls mataræðis. Þátturinn er kominn inn á … Continue reading „2.5. Er tenging milli krabbameins og mataræðis?“
20. ágúst, 2020
Endurhæfing er mikilvægur þáttur í krabbameinsmeðferð og er talin rík ástæða til að hefja hana strax við greiningu. Atli íþróttafræðingur hjá FítonsKrafti og Haukur sjúkraþjálfari hjá Ljósinu fara yfir málin og tala um ýsmar hliðar endurhæfingar og af hverju hún skiptir svona miklu máli. Sara Snorradóttir segir okkur líka frá sinni reynslu af endurhæfingu en … Continue reading „2.4. Af hverju skiptir endurhæfing máli?“
10. júlí, 2020
Vissuð þið að við erum öll með BRCA genið og að það er að finna í bæði konum og körlum? Viðmælendur þessarar viku eru sammála um að þekking sé máttur og telja mikilvægt að við látum öll athuga hvort við berum arfgengu stökkbreytinguna sem er að finna í þessu geni. Vigdís Stefánsdóttir erfðaráðgjafi og Hulda … Continue reading „2.3. Ert þú með BRCA genið?“
26. júní, 2020
Hvernig kviknar hugmyndin um að ganga yfir Vatnajökul og hvað verður til þess að söknuður finnst þegar komið er á leiðarenda? Snjódrífurnar Sirrý og Vilborg Arna segja frá mögnuðum leiðangri sem þær fóru í til styrktar Líf og Krafti. Þær ásamt hópi kvenna þurftu að mæta ýmsum áskorunum en virðing og falleg stemning gerði þetta … Continue reading „2.2. Snjódrífur fullar af lífskrafti á Vatnajökli“
10. júní, 2020
Sóli Hólm og Viktoría, kona hans, segja frá reynslu sinni af krabbameini og hvernig þau tókust á við það m.a. með jákvæðni og húmor. Þau tala á kómískan hátt um útlitsbreytingar á Sóla og upplifun hans af steranotkuninni. Viktoría segir hann hafa verið snarruglaðan á tímabili en þau telja mikilvægt að sjá spaugilegu hliðarnar á … Continue reading „2.1. Má gera grín að krabbameini?“
27. apríl, 2020
Þegar þú greinist með krabbamein áttu ekki að þurfa hugsa „shit hef ég efni á þessu“? Linda Sæberg segir okkur frá sinni reynslu en hún bjó úti á landi þegar hún greindist með krabbamein og þurfti að sækja meðferð til Reykjavíkur sem reyndist mjög kostnaðarsamt. Þátturinn er kominn inn á Spotify og allar … Continue reading „1.13. Grípur kerfið þig í veikindum?“